
Samninganefndir Ljósmæðrafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamninginn á sjötta tímanum í dag. Alls voru haldnir níu sáttafundir í málinu sem var vísað til embættis ríkissáttasemjara þann 5. febrúar síðastliðinn.