
Tveimur nýjum sáttamálum hefur verið vísað til meðferðar hjá ríkissáttasemjara. Þetta eru mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect og mál Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs vegna Landhelgisgæslunnar.
Alls eru nú fimm sáttamál til meðferðar hjá ríkissáttasemjara.