
Samtök atvinnulífsins hafa tilkynnt Eflingu – stéttarfélagi og ríkissáttasemjara um þá ákvörðun að fresta upphafi boðaðs, ótímabundins, verkbanns um rúma fjóra sólarhringa; þ.e. til kl. 16:00 mánudaginn 6. mars 2023.
Í tilkynningunni kemur fram að verkbanninu sé frestað að beiðni setts ríkissáttasemjara. Boðað hefur verið til fundar í deilu Eflingar og SA í kvöld, 27. febrúar.