
Samninganefndir Sameykis og Reykjavíkurborgar undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á fjórða tímanum í nótt. Vinnustöðvunum félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur verið aflýst.
Kjarasamningurinn tekur til rúmlega 4000 starfsmanna borgarinnar og gildir til 31. mars 2023.