Á haustmánuðum 2020 var stofnað til samstarfs við Listasafn Reykjavíkur og í framhaldinu sett upp ellefu verk, í eigu safnsins, í húsi embættisins.

Þar á meðan er serían Foldarskart frá 1998 eftur Hörpu Björnsdóttur, en um seríuna segir höfundur: „Verkið snýst um gróðursetningu, nýgræðinga og það sem þrífst í harðræðinu, um fegurð hins náttúrulega og fegurð hins manngerða, samspil þarna á milli og mat okkar á þessum hlutum jafnt í stóru sem smáu.“