Höfðaborg, þar sem ríkissáttasemjari er til húsa, stendur við Borgartún 21. Borgartún er í landi Rauðarár sem var lögbýli milli jarðanna Reykjavíkur og Laugarness, þó reyndar sé það svo að bílskýlin standa að mestu á landfyllingu. Elstu heimildir um Rauðaárá eru frá árinu 1395, en árið 1885 keypti Reykjavíkurbær jörðina ásamt  Laugarnesi og Kleppi. Svæðið, sem byggðist að mestu leyti upp á árunum 1939- 1950, var fyrsta svæðið í Reykjavík sem skipulagt var sérstaklega sem athafnarsvæði með einkennum samfelldrar borgarbyggðar. Mikil uppbygging hefur átt sér stað hér í nágrenninu undanfarna áratugi. Áhugavert er að kíkja inn á Borgarvefsjánna en þar er m.a. hægt að skoða loftmyndir frá síðustu 20 árum.

Sjá nánar á Borgarvefsjá