Embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980. Fyrir þann tíma, eða frá árinu 1926, voru starfandi svo kallaðir sáttasemjarar ríkisins. Fyrsti sáttasemjarinn var Georg Ólafsson, hann gegndi embættinu frá 1926 til 1938. Þá tók við því dr. Björn Þórðarson, sem seinna varð forsætisráherra. Jónatan Hallvarðsson, síðar hæstaréttardómari, gegndi starfinu frá 1942–1945 og Torfi Hjartarson tollstjóri frá 1945–1979. „Allir þessir sáttasemjarar hafa notið óskoraðs trausts, jafnt launamanna sem vinnuveitenda, fyrir samviskusemi, þrautseigju og réttsýni“, sagði Gunnar Thoroddsen þáverandi iðnaðarráðherra í frumvarpi,