Eru prjónaðar vöfflur málið? Það kemur fyrir að samninganefndarfólk tekur prjónana með sér á samningafundi og eflaust eru einhverjir sem hafa prjónað vöfflur við samningaborðið. Vöffluprjón er fallegt prjón sem líkist klukkuprjóni – og eins og nafnið gefur til kynna er áferðin líkust vöfflu. Þó skiptar skoðanir geti verið um hollustu vafflna, er klárt mál að hitaeiningasnauðari vöfflur er vart hægt að finna en þær í vöffluprjóninu.