“Það sem breyttist var fyrst og fremst það að við náðum fram ákveðinni kollsteypuvörn, sem er í þessum samningi. Ef forsendur samningsins breytast að verulegu leyti þá getum við sagt honum upp hvenær sem er á samningstímabilinu með þriggja mánaða fyrirvara,” sagði hann [Benedikt Davíðsson, forseti ASí]. “Þetta er meginbreytingin sem varð til þess að nú náðist samstaða í okkar röðum um að gera þennan samning,” sagði Benedikt.