
Skrifað var undir nýjan kjarasamning milli Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) annars vegar og hins vegar Sjómannafélags Íslands (SÍ) undir hádegi í dag – 13. febrúar. Þar með hafa öll félög sjómanna, skipstjórnarmanna og vélstjóra náð samningum við sína viðsemjendur til næstu 10 ára.

