Forsætisráðherra hefur skipað nefnd um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga í samræmi við niðurstöðu fundar stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launatölfræði sem fram fór í janúar sl.
Emma Björg Eyjólfsdóttir, sérfræðingur hjá ríkissáttasemjara mun sitja í nefndinni fyrir hönd embættisins.
Nefndinni er ætlað að ljúka störfum fyrir árslok 2018.