
Dagana 5.-7. nóvember fór námstefna í samningagerð fram í þriðja skipti á þessu ári. Námstefnan var haldin á B59 hótel í Borgarnesi og tóku yfir 70 mann þátt í henni. Á námstefnunni var fjallað um atriði á borð við góð samskipti, teymisvinnu, lagaumgjörð vinnumarkaðar, efnahagslegt samhengi kjarasamninga, kjarasamningagerð á tímum samfélagsmiðla, samskipti og ábyrgð samningafólks og samningafærni. Síðasta námstefna ársins verður haldin dagana 19.-21. nóvember.