Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Námsstefnur í samningagerð

Ríkissáttasemjari áformar að halda fimm þriggja daga námsstefnur í samningagerð um land allt. Fyrsta námsstefnan verður á Húsavík í nóvember og sú síðasta á Stykkishólmi ári síðar.  Á námsstefnunum verður stefnt saman öllum sem sæti eiga í samninganefndum og vinna að kjarasamningagerð í landinu. Þar gefst því einstakt tækifæri til að fara yfir vinnubrögð við kjarasamningagerðina og hvernig má bæta þau, ræða aðferðir við undirbúning fyrir samningaviðræður, deila reynslu og efla marksækni og fagmennskuvið samningaborðið.

Ríkisssáttasemjari naut liðsinnis nýstofnaðs Fræðsluráðs ríkissáttasemjara við undirbúning námstefnanna. Í fræðsluráðinu sitja fulltrúar allra heildarsamtaka aðila vinnumarkaðarins auk Reykjavíkurborgar. Skipulag og efnistök voru ákveðin í samráði við fræðsluráðið sem mun einnig meta árangurinn af námsstefnunum.

 

Tímasetningar námsstefnanna er sem hér segir:

 

Húsavík, 15. til 17. nóvember 2021

Borgarnes, 14. til 16. mars 2022

Ísafjörður, 16. til 18. maí 2022

Egilsstaðir, 19. til 21 september 2022

Stykkishólmur, 7. til 9. nóvember 2022

 

Hægt er að skrá sig á námsstefnunar hér á vefsíðunni, undir liðnum „Á döfinni“ eða „Skoða alla viðburði“.

 

Plakat námsstefnur