Námsstefna í samningagerð var haldin á vegum ríkissáttasemjara á Húsavík á dögunum. Þar voru samankomnir samningamenn víðs vegar að af landinu sem spreyttu sig á ýmsum verkefnum tengdum samningagerð og hlýddu á fróðlega fyrirlestra.
Alls verða haldnar fimm námsstefnur á árinu og næsta verður í Borgarnesi 14. – 16. mars.
Námstefnurnar eru fyrir samningafólk sem vill bæta þekkingu sína og færni við samningaborðið. Fullbókað er á námsstefnuna í Borgarnesi en nokkur sæti laus á hinar þrjár, sem verða á Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi.
Allar upplýsingar má finna á heimasíðu ríkissáttasemjara.