
MFFÍ, Mjólkurfræðingafélag Íslands og SA hafa gengið frá kjarasamningi.
Samningurinn gildir til 1. nóvember 2022 og nær til 44 félagsmanna Mjólkurfræðingafélagsins.
Málinu var vísað til ríkissáttasemjara 14. mars og haldnir voru 8 sáttafundir í deilunni.