
Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðarafélags Íslands og Fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs er lokið. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1% atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91%. Þá samþykkti Fjármála- og efnahagsráðherra miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019.