Nokkur fjöldi kjarasamninga losnar á seinni hluta árs 2017, eða 37, og þar af losna 29 samningar þann 31. ágúst. Þar á meðal er gerðardómur 18 aðildarfélaga BHM og íslenska ríkisins og samningur Skurðlæknafélags Íslands við íslenska ríkið. Síðar í haust renna út 4 kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands, 5 samningar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara við íslenska ríkið og kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands sveitarfélaga.
Næsta stóra samningalota verður svo við lok árs 2018 þegar 78 kjarasamningar losna. Fljótlega þar á eftir, eða þann 31. mars 2019, renna út 146 kjarasamningar.