[av_textblock size=” font_color=” color=”]
Undirritun kjarasamninga á milli félaga Starfsgreinasambandsins, LÍV, VR og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara fór fram klukkan 22:00.
Kjarasamningarnir ná til allt að 80.000 manns sem eru um 40% af íslenskum vinnumarkaði.
Fundað hefur verið undir stjórn ríkissáttasemjara nánast daglega frá febrúarlokum og hafa fundir staðið í á fimmta hundruð klukkustunda. Þá er ótalin vinna sem hefur farið fram annars staðar en á sáttafundum.
Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022.
[/av_textblock] [av_gallery ids=’4458,4459,4460,4470,4461,4462,4463,4464,4465,4473,4467,4468,4469′ style=’thumbnails’ preview_size=’portfolio’ crop_big_preview_thumbnail=’avia-gallery-big-crop-thumb’ thumb_size=’portfolio’ columns=’5′ imagelink=’lightbox’ lazyload=’avia_lazyload’ admin_preview_bg=”]