
Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 9. nóvember 2018 og voru haldnir 6 fundir í málinu.
Nýi samningurinn gildir frá 1. febrúar 2018 til 1. febrúar 2021.