
SA hefur vísað kjaradeilu við Sjómannafélag Íslands v/félagsmanna SÍ á Herjólfi til ríkissáttasemjara.
Samningsaðilar gerðu samkomulag um nýja viðræðuáætlun í júlí þar sem stefnt var að því að viðræðunum yrði lokið fyrir 17. ágúst.
Það tókst ekki og er kjaradeilan því komin á borð ríkissáttasemjara aftur.