
Kennarasamband Íslands f.h. Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hefur vísað kjaradeilu við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, til ríkissáttasemjara.
Um 1500 félagsmenn FF og FS starfa eftir kjarasamningnum sem hefur verið laus síðan 31. desember 2020.