Borgartún 21, þar sem ríkissáttasemjari er til húsa, er skrifstofuhús á þremur hæðum. T.ark. sá um aðalhönnun hússins, en það hverfist um miðrými sem endar í mötuneyti á 4. hæðinni með útsýni yfir sundin. Húsið var tilnefnt af Byggingar og skipulagsnefnd Reykjavíkur til viðurkenningar fyrir framúrskarandi hönnun árið 2000. Jón Hrafn Hlöðversson byggingafræðingur hjá Mansard – Teiknistofu ehf. hefur séð um að teikna breytingar þær sem gerðar hafa verið á skrifstofurými og fundaraðstöðu embættisins á síðustu árum.