
FVFÍ, Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast 28. október nk. kl. 23.59.
18 flugvirkjar voru á kjörskrá og 16 tóku þátt í atkvæðagreiðslu.
14 sögðu já eða 87,5%
2 tóku ekki afstöðu eða 12,5%
Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands.