
Félag íslenskra flugumferðarstjóra og SA v/Isavia ohf hafa undirritað nýjan kjarasamning sem gildir til 1. október 2023.
Flugumferðarstjórar hafa aflýst boðuðum verkföllum sem áttu að koma til framkvæmda á þriðjudagsmorgun kl. 05.00 til kl.10.00, og föstudaginn 3. september kl. 12.00 – 16.00
Haldnir hafa verið 18 fundir í deilunni hjá ríkissáttasemjara og stóð síðasti samningafundurinn í 27 klst með fundarhléi frá kl. 04.00 – kl. 11.00 í morgun.