
FÍA, Félag íslenskra atvinnuflugmanna hefur boðað verkfall f.h. félagsmanna sinna hjá Bluebird Nordic.
Verkfallið hefst kl. 00.01, 1. febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Á kjörskrá voru 10 og tóku allir þátt í atkvæðagreiðslunni og samþykktu verkfallsboðun.
Verkfallsaðgerðirnar fela í sér ótímabundið verkfall meðal flugmanna Bluebird Nordic sem eru félagsmenn í FÍA.