Sáttasemjarar
frá 1926
Embætti ríkissáttasemjara tók til starfa árið 1980, en fyrir þann tíma eða frá árinu 1926 var starfandi s.k. sáttasemjari ríkisins.
– Georg Ólafsson – skipaður 1926.
– Dr. Björn Þórðarson – skipaður 1938.
– Jónatan Hallvarðsson – skipaður 1942.
– Torfi Hjartarson – skipaður 1945 – hann gegndi embættinu í nærri 45 ár.
„Til þess [embættisins] hafa einungis valist þeir, sem hverju sinni þóttu best til þess hæfir sökum vitsmuna, reynslu og alhliða þekkingar á þjóðarhag og nutu óskoraðs trausts samningsaðila og þjóðarinnar allrar“, segir m.a. í grein Bjarna Friðrikssonar hrl. um ofangreinda sáttasemjara og mikilvæg störf þeirra fyrir þjóðina. Greinin birtist í Tímariti lögfræðinga árið 1976.
Embætti ríkissáttasemjara
Hér er stiklað á stóru í sögu embættis ríkissáttasemjara. Frá árinu 1980 hafa sjö einstaklingar gegnt embættinu.