Skip to main content

Ríkissáttasemjari

Ástráður Haraldsson

Ástráður Harladsson er ríkissáttasemjari, skipaður til fimm ára frá og með  18. júlí 2023.

Ástráður lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands árið 1990. Hann öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 1991 og varð hæstaréttarlögmaður árið 1995. Hann starfaði sem lögmaður í á þriðja áratug áður en hann tók við embætti héraðsdómara í janúar árið 2018. Ástráður starfaði í hlutastarfi sem aðstoðarsáttasemjari við embætti ríkissáttasemjara frá árinu 2019.

 

Senda póst →

 

Embættið

Samkvæmt lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur  er ríkissáttasemjari skipaður til fimm ára í senn. Þess skal gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda. Skrifstofa ríkissáttasemjara er í Reykjavík og ræður hann til hennar starfsfólk eftir þörfum og í samræmi við heimildir.