Ríkissáttasemjari
Ástráður Haraldsson gegnir embætti ríkissáttasemjara. Hann tók við 18. júlí 2023 og er skipaður til fimm ára. Ríkissáttasemjari annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar.
Starfsfólk
- Aldís Magnúsdóttir er sáttasemjari.
- Bára Hildur Jóhannsdóttir er sáttasemjari.
- Sif Árnadóttir er móttökustjóri.
Ríkissáttasemjari hefur heimild til að kalla til s.k. aðstoðarsáttasemjara til aðstoðar við lausn vinnudeilna eða til að vinna sjálfstætt að lausn einstakrar vinnudeilu.
Húsnæði
Ríkissáttasemjari er til húsa á fjórðu hæð í Borgartúni 21.
Sagan
Embætti ríkissáttasemjara hefur verið starfandi í um 40 ár og er hér stiklað á stóru – frá lagasetningu til Lífskjarasamnings.
Ársskýrslur
Ársskýrslur ríkissáttasemjara, allt frá árinu 2008. Í þeim er að finna upplýsingar um stafsemina, sáttafundi ársins, kjarasamningaferlið og helstu mál.