
Verkfallsaðgerðum Eflingar – stéttarfélags gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hafa staðið frá 9. mars hefur verið aflýst frá kl 00:01 miðvikudaginn 25. mars. Félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus er heimilað að ganga til reglubundinna samkvæmt ráðningarsamningum frá þeim tíma.