
Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun flugfreyja um borð í flugvélum Primera Air Nordic SIA sem fljúga farþegum frá og til Íslands. Hafi samningar ekki tekist á milli aðila fyrir klukkan 6:00 þann 15. nóvember næstkomandi mun ótímabundin vinnustöðvun hefjast þá.