Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra var samþykkt í atkvæðagreiðslu Fíh. Tillagan var einnig samþykkt af fjármálaráðherra.
64,3 % hjúkrunarfræðinga samþykktu tillöguna en 34,9% sögðu nei. 0,8% tóku ekki afstöðu.
Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var tæp 80%.
Þar með er kominn á kjarasamningur milli aðila.
Í samræmi við miðlunartillögu ríkissáttasemjara mun hann á næstu dögum skipa þrjá einstaklinga í gerðardóm til að fjalla um afmörkuð atriði launaliðar sem ágreiningur var um. Samningsaðilar náðu samkomulagi um meginatriði kjarasamnings þar á meðal um breytt vinnufyrirkomulag í dagvinnu og vaktavinnu.
Gerðardómur mun skila niðurstöðu í síðasta lagi 1. september nk.