Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og hefur það hlutverk að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins.
Á árinu 2016 féllu alls 14 dómar og úrskurðir í Félagsdómi, 3 úrskurðir og 11 dómar. Það eru nokkru færri dómar og úrskurðir en árið 2015 sem var metár hjá Félagsdómi en þá féllu 24 dómar og úrskurðir.
Á árunum 2000-2016 féllu alls 182 dómar og úrskurðir í Félagsdómi.
Séu dómar og úrskurðir ársins skoðaðir með hliðsjón af málsaðilum kemur í ljós að í flestum, og jafnmörgum tilfellum voru félög sem aðild eiga að ASÍ eða standa utan heildarsamtaka málsaðilar fyrir Félagsdómi, eða í 31% tilfella. Félög BHM voru aðilar að 23% mála, aðildarfélög BSRB að 12% og félög KÍ að 3%.
Sé litið til launagreiðendanna sést að flestum tilfellum, eða 44%, var SA málsaðili. Íslenska ríkið var aðili að næstflestum málum, eða 37%, sveitarfélög að 14% mála og aðrir launagreiðendur að 6%.