Dagana 3.-5. október er Ådne Cappelen, hagfræðingur á norsku hagstofunni og formaður nefndar um tölfræðilegan undirbúning kjarasamningana í Noregi (TBU), í heimsókn hér á landi á vegum Embættis ríkissáttasemjara og Forsætisráðuneytisins.
Ådne Cappelen flutti fróðlegan fyrirlestur um starfsemi TBU í húsakynnum ríkissáttasemjara í dag sem var sóttur af fulltrúm aðila vinnumarkaðarins, Hagstofunnar, Fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Forsætisráðuneytisins auk starfsfólks ríkissáttasemjara.
Í framhaldinu mun Ådne Cappelen funda með nefnd Forsætisráðuneytisins um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga og starfshópi í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kannar nú fýsileika þess að taka upp heildartalningu á launagögnum að norskri fyrirmynd.