Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Aðildarfélög BSRB boða vinnustöðvanir

Merki BSRB

Embætti ríkissáttasemjara hefur móttekið tilkynningar um vinnustöðvanir frá fjórum aðildarfélögum BSRB (Sameyki, Starfsmannafélagi Garðabæjar, Starfsmannafélagi Kópavogs og Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar).

Sameyki

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Sameykis, sem starfa í grunnskólum hjá Seltjarnarnesbæ, og hefjast á miðnætti aðfaranætur 15. maí 2023. Þær verða sem hér segir:

  • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023

Á kjörskrá voru 33 félagsmenn Sameykis, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 25 (75,8%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 25 (100%).

Starfsmannafélög Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar

Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Garðabæjar, sem starfa hjá leikskólum hjá Garðabæ; félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs, sem starfa á leikskólum hjá Kópavogsbæ og félagsmanna Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, sem starfa á leik- og grunnskólum auk frístundaheimila hjá Mosfellsbæ. Þær verða sem hér segir:

  • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 30. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 1. júní 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 5. júní 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 6. júní 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. júní 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 12:00 miðvikudaginn 7. júní 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 8. júní 2023

Vinnustöðvanir hjá félagsmönnum Starfsmannafélags Kópavogs sem starfa í grunnskólum verða sem hér segir:

  • Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
  • Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023

Á kjörskrá Starfsmannafélags Garðabæjar voru 170 félagsmenn. Af þeim greiddu 146 (85,9%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 142 (97,3%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 3 (2,7%).

Á kjörskrá Starfsmannafélags Kópavogs voru 1.253 félagsmenn. Af þeim greiddu 832 (66,4%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 764 (91,8%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 68 (8,2%).

Á kjörskrá Starfsmannafélags Mosfellsbæjar voru 468 félagsmenn. Af þeim greiddu 347 (74,1%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 336 (96,8%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 11 (3,2%).