
Að gefnu tilefni vill embættið koma því á framfæri að ekki var lögð fram sáttatillaga af hálfu aðstoðarsáttasemjara í máli Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum. Á fundi sem lauk um fjögurleytið í nótt fóru fram þreifingar á milli samningsaðila en engin sáttatillaga var lögð fram.