Undirritun Þjóðarsáttarsamninganna fór fram 2. febrúar 1990, en þeir þóttu tímamótasamningar hér á landi. „Mikil verðbólga og óstöðugleiki höfðu einkennt íslenskt efnahagslíf árum og áratugum saman, en með þjóðarsáttarsamningunum, sem kváðu á um hóflega launahækkun, tókst að hemja verðbólguna og við tóku ár með efnahagslegum stöðugleika sem Íslendingar höfðu varla kynnst áður.“ Segir í frétt Ríkisútvarpsins þegar 30 ár voru frá gerð samninganna.