Samninganefndir Kennarasambands Íslands vegna Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hins vegar, undirrituðu kjarasamning á fjórða tímanum í dag. Samningurinn gildir til 31. desember 2020. Kjarasamningur aðila rann út þann 31. mars 2019. Samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna og skal atkvæðagreiðslu um hann lokið eigi síðar en 24. apríl.