Tvö sáttamál eru nú á borði ríkissáttasemjara. Fyrra málið er mál Félags skipstjórnarmanna og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna annars vegar og SA vegna Hvalaskoðunar Reykjavíkur og Special Tours ehf, hins vegar. Málinu var vísað til ríkissáttasemjara þann 4. maí 2016. Næsti fundur hefur verið boðaður þann 20. júní næstkomandi. Þá hefur Alþýðusamband Íslands vegna Flugfreyjufélags Íslands vísað deilu félagsins við Primera Air Nordic SIA til meðferðar hjá embættinu og hefur fyrsti fundur í því máli verið boðaður þann 15. ágúst næstkomandi.