Embætti ríkissáttasemjara hefur móttekið tilkynningar um vinnustöðvanir frá fjórum aðildarfélögum BSRB (Sameyki, Starfsmannafélagi Garðabæjar, Starfsmannafélagi Kópavogs og Starfsmannafélagi Mosfellsbæjar).
Sameyki
Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Sameykis, sem starfa í grunnskólum hjá Seltjarnarnesbæ, og hefjast á miðnætti aðfaranætur 15. maí 2023. Þær verða sem hér segir:
- Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023
Á kjörskrá voru 33 félagsmenn Sameykis, sem vinnustöðvanir taka til. Af þeim greiddu 25 (75,8%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 25 (100%).
Starfsmannafélög Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar
Vinnustöðvanir ná til félagsmanna Starfsmannafélags Garðabæjar, sem starfa hjá leikskólum hjá Garðabæ; félagsmanna Starfsmannafélags Kópavogs, sem starfa á leikskólum hjá Kópavogsbæ og félagsmanna Starfsmannafélags Mosfellsbæjar, sem starfa á leik- og grunnskólum auk frístundaheimila hjá Mosfellsbæ. Þær verða sem hér segir:
- Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 22. maí 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 22. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 25. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 25. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 30. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 30. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 31. maí 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 1. júní 2023
- Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 5. júní 2023 til klukkan 12:00 mánudaginn 5. júní 2023
- Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 6. júní 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 6. júní 2023
- Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 7. júní 2023 til klukkan 12:00 miðvikudaginn 7. júní 2023
- Frá og með klukkan 00:00 fimmtudaginn 8. júní 2023 til klukkan 12:00 fimmtudaginn 8. júní 2023
Vinnustöðvanir hjá félagsmönnum Starfsmannafélags Kópavogs sem starfa í grunnskólum verða sem hér segir:
- Frá og með klukkan 00:00 mánudaginn 15. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 16. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 þriðjudaginn 23. maí 2023 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 23. maí 2023
- Frá og með klukkan 00:00 miðvikudaginn 24. maí 2023 til klukkan 23:59 miðvikudaginn 24. maí 2023
Á kjörskrá Starfsmannafélags Garðabæjar voru 170 félagsmenn. Af þeim greiddu 146 (85,9%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 142 (97,3%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 3 (2,7%).
Á kjörskrá Starfsmannafélags Kópavogs voru 1.253 félagsmenn. Af þeim greiddu 832 (66,4%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 764 (91,8%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 68 (8,2%).
Á kjörskrá Starfsmannafélags Mosfellsbæjar voru 468 félagsmenn. Af þeim greiddu 347 (74,1%) atkvæði. Atkvæði með boðuninni voru 336 (96,8%). Atkvæði gegn boðun, eða auð/ógild, voru 11 (3,2%).