Skip to main content
Frétt frá ríkissáttasemjara

Grunnskólakennarar og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifa undir kjarasamning

By 31. desember, 2021No Comments

Grunnskólakennarar og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifa undir kjarasamning

Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu síðdegis í gær undir nýjan kjarasamning.

Nýr kjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður með rafrænum hætti hjá embætti ríkissáttasemjara síðdegis í gær. Gildistími hins nýja kjarasamnings er 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.

Núgildandi kjarasamningur Félags grunnskólakennara  og Sambands íslenskra sveitarfélaga rennur út í dag, gamlársdag, og tekur nýi samningurinn við á nýársdag. Þetta er í fyrsta sinn sem Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrita nýjan kjarasamning áður en gildandi samningur rennur út.

Nýr kjarasamningur fer nú í kynningu meðal félagsmanna Félags grunnskólakennara og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn mun liggja fyrir þann 14. janúar 2022.

 

Félag grunnskólakennara

Samband íslenskra sveitarfélaga