Lífskjarasamningurinn svonefndi var gerður vorið 2019, en árið var stórt kjarasamningaár á íslenskum vinnumarkaði.
Í ársskýrslu ríkissáttasemjara 2019 kemur fram að máli Eflingar – stéttarfélags og Verkalýðsfélags Akraness hafi verið vísað til ríkissáttasemjara í desember 2018 og í janúar og febrúar hafi bæst við mál Verkalýðsfélags Grindavíkur, Starfsgreinasambandsins og Landssambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins. Þessir aðilar stóðu svo að gerð kjarasamnings sem nefndur hefur verið Lífskjarasamningurinn, en hann var undirritaður af öllum framangreindum þann 3. apríl 2019.