Skip to main content

Vinnustöðvanir

Boðaðar vinnustöðvanir og verkföll
árið 2020

7

verkföll komu til framkvæmda á árinu 2020.

477

vinnustöðvanir voru boðaðar á árinu 2020.

313 af 477 bárust vegna tveggja sáttamála – boðuð voru dagsverkföll.
Ekkert þeirra kom til framkvæmda.

Boðaðar vinnustöðvanir
2008-2018

Á árunum 2008-2018 voru boðaðar vinnustöðvanir í 105 þeirra sáttamála sem voru til meðferðar hjá ríkissáttasemjara á tímabilinu. Í 50 málum komu vinnustöðvanir til framkvæmda.

 

 

Boðaðar vinnustöðvanir 2008-2018: Heildarsamtök launafólks


 

Af skífuritinu má sjá að flestar vinnustöðvanir voru boðaðar af félögum sem standa utan heildarsamtaka, eða 34%. Næst flestar vinnustöðvanir voru boðaðar af félögum BHM, eða 30%, 23% af félögum innan ASÍ, 8% af KÍ og 6% af BSRB.

 

 

Boðaðar vinnustöðvanir 2008-2018: Launagreiðendur

 

Af skífuritinu má lesa að í 41% tilvika beindist vinnustöðvun að aðilum innan SA, í 38% tilvika beindist boðun vinnustöðvunar gegn íslenska ríkinu, í 12% tilvika gegn sveitarfélögum, og í 9% tilvika gegn öðrum launagreiðendum.

 

 

Vinnustöðvanir
2008-2016

 

Vinnustöðvanir 2008-2016: Heildarsamtök launafólks

 

Hér má sjá að flestar vinnustöðvanir sem komu til framkvæmda voru hjá félögum innan BHM, eða 40%. Félög innan ASÍ stóðu fyrir 17% vinnustöðvana, KÍ fyrir 8% og félög innan BSRB fyrir 2%. Félög utan heildarsamtaka stóðu fyrir 33% vinnustöðvana á tímabilinu.

 

 

vinnustöðvanir 2008-2016: Launagreiðendur

 

Eins og sjá má af skífuritinu beindust langflestar vinnustöðvanir sem komu til framkvæmda gegn íslenska ríkinu, eða 59%. Næstflestar vinnustöðvanir beindust gegn aðilum innan SA, eða 35%, 2% gegn sveitarfélögum og 4% gegn öðrum launagreiðendum.