Það komu engar vöflur á samninganefndarfólk þó ekki leggði vöffluilm um hús ríkissáttasemjara og boðið væri upp á vöfflur eins og tíðkast hefur þegar samningar hafa tekist. „Nei, það er ekki vöffluilmur. Mér skilst að menn ætli að breyta aðeins til og bjóða upp á brauðsneiðar og annað slíkt þegar þetta er búið. Það eru 70-80 manns í húsinu og búið að vera mjög mikið álag á fólki.“