Skip to main content
Loading Viðburðir

« Allar Viðburðir

 • This event has passed.

Námstefna á Ísafirði

16 maí 2022 kl. 08:00 18 maí 2022 kl. 17:00

Ríkissáttasemjari kynnir fimm námsstefnur í samningagerð. 

Á námstefnunum verður stefnt saman öllum sem sæti eiga í samninganefndum og vinna að kjarasamningagerð í landinu. Þar gefst því einstakt tækifæri til að bæta vinnubrögðin við kjarasamningagerðina, læra nýjustu aðferðir, deila reynslu og efla marksækni og fagmennsku við samningaborðið.

Markmið námstefnanna

 • Efla færni samninganefndarfólks
 • Auka fagmennsku við kjarasamningaborðið
 • Stuðla að órofa samningaferli

Í hnotskurn

 • Þátttakendur: Allt samninganefndarfólk stéttarfélaga og launagreiðenda á Íslandi.
 • Tímalengd: 3 dagar.
 • Tímasetningar (þátttakendur velja eina dagsetningu/staðsetningu sem þeim hentar):
  16-18 maí 2022, staðsetning: Vesturlandi (Hótel Ísafjörður)
 • Verð: 95.000 á mann
 • Innifalið í verði: Námskeiðsgjöld, námsgögn, gisting og matur.
 • Kennslufyrirkomulag: Fyrirlestrar í stærri og minni hópum, vinnustofur og verkefnavinna.

Hæfniviðmið Að námskeiðinu loknu munu þátttakendur hafa öðlast:

 • Þekkingu á lögum og leikreglum sem tengjast kjarasamningagerðinni.
 • Þekkingu á þáttum sem stuðla að virðingu, trausti, fagmennsku og bestu niðurstöðum í samningagerð.
 • Þekkingu á efnahagslegu samhengi og þjóðhagslegu mikilvægi kjarasamninga.
 • Leikni til að takast á við hindranir í viðræðum.
 • Leikni í samskiptum, tali, hlustun og fasi.
 • Þekking, leikni og hæfni í undirbúningi fyrir margþættar samningaviðræður.
 • Hæfni til að skipuleggja og vinna með heildarferli kjarasamninga, frá samningi til samnings.
 • Hæfni til að semja vel og stuðla að gagnkvæmum ávinningi í kjarasamningagerð.

Námsstefnurnar byggja á virkri þátttöku í öllum verkefnum, vinnustofum og umræðum. Þeir þátttakendur sem taka þátt alla dagana fá viðurkenningarskjal þar sem fram kemur staðfesting á þátttöku í öllum liðum námsstefnunnar.    

Fullbókað er á þessa námstefu en hægt er að skrá sig á biðlista.

Til að ská sig á biðlista, vinsamlega sendið tölvupóst á elisabet@rikissattasemjari.is

Vinsamlega tilgreinið:

 • nafn á greiðanda og kennitölu
 • netfang greiðanda
 • nafn þátttakanda
 • kennitölu þátttakanda
 • netfang þátttakanda.

 

Lýsing

Start:
16 maí 2022 kl. 08:00
End:
18 maí 2022 kl. 17:00