Skip to main content

Samsetning vinnumarkaðar

Vinnumarkaðurinn í heild

Á íslenskum vinnumarkaði eru um 195.800 starfandi og af þeim eru um 86% meðlimir í stéttarfélagi. Sé vinnumarkaðurinn skoðaður í heild eiga 46% launafólks aðild að stéttarfélagi sem er aðili að ASÍ. 10% launafólks er aðili að stéttarfélagi innan vébanda BSRB, 7% að aðildarfélagi BHM og 7% eiga aðild að einhverju aðildarfélaga KÍ. Stór hluti launafólks á aðild að stéttarfélögum utan heildarsamtaka eða er ekki meðlimur í stéttarfélagi.

 

Samsetning vinnumarkaðar í heild: Heildarsamtök launafólks

 

Um 72% launafólks starfar á almennum markaði og 28% hjá hinu opinbera. Hjá ríkinu starfa um 15% launafólks og litlu færri, eða um 13% hjá sveitarfélögum.

 

Samsetning vinnumarkaðar í heild: Launagreiðendur

 

 

 

Almennur markaður

Á almennum markaði er flest launafólk aðilar að stéttarfélögum innan ASÍ, nær 60% en hlutur opinberu félaganna lítill. Aðrir vega tiltölulega þungt, eða um 37%, og ekki er ólíklegt að í þeim hópi sé töluvert af launafólki utan stéttarfélaga.

 

Almennur markaður: Heildarsamtök launafólks


 

 

Ríki

Hér er launafólk hjá ríkinu greint eftir bandalögum með sama hætti. Hlutur BSRB og BHM er mjög viðlíka, eða um 30%. Hlutur annarra er einnig stór eða næstum fjórðungur og ætla má að heilbrigðisstarfsfólk vegi þungt í þeim hópi, en stór félög heilbrigðisstarfsfólks svo sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands standa utan heildarsamtaka.

 

Ríki: Heildarsamtök launafólks

 

 

Sveitarfélög

Um helmingur þess launafólks sem starfar hjá sveitarfélögum eru meðlimir í aðildarfélögum KÍ. Næst stærstur er hlutur BSRB, eða um fjórðungur sem er  mun meiri en BHM. Hlutur ASÍ hjá sveitarfélögunum er um 17%.

 

Sveitarfélög: Heildarsamtök launafólks