Vinnumarkaðurinn
almennur og opinber hluti
Í umræðum um vinnumarkaðinn er gjarnan rætt um „aðila vinnumarkaðarins“ og er þá átt við heildarsamtök launagreiðenda annars vegar og launafólks hins vegar. Vinnumarkaðnum er jafnan skipt í almennan og opinberan hluta – á þeim almenna starfa fyrirtæki í eigu einkaaðila og hlutafélög, en á þeim opinbera stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera.