Skip to main content

Samtök og stofnanir

Vinnumarkaðurinn
almennur og opinber hluti

Í umræðum um vinnumarkaðinn er gjarnan rætt um „aðila vinnumarkaðarins“ og er þá átt við heildarsamtök launagreiðenda annars vegar og launafólks hins vegar. Vinnumarkaðnum er jafnan skipt í almennan og opinberan hluta – á þeim almenna starfa fyrirtæki í eigu einkaaðila og hlutafélög, en á þeim opinbera stofnanir og fyrirtæki í eigu hins opinbera.

Alþýðusamband Íslands (ASÍ)
heildarsamtök launafólks á almennum vinnumarkaði

 

 

Bandalag háskólamanna (BHM)

 

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB)

 

Kennarasamband Íslands (KÍ)

 

Utan sambanda

Samtök atvinnulífsins
heildarsamtök launagreiðenda á almennum vinnumarkaði

Yfir 2000 fyrirtæki eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins og aðildarsamtökum þess. Hjá þeim starfa um 70% launafólks á almennum vinnumarkaði.

 

Hið opinbera

Kjara-og mannauðssýsla ríkisins (KMR) er sérstök ráðuneytisstofnun, sbr. 17. gr. stjórnarráðslaga. Hún er hluti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu og sinnir verkefnum á sviði mannauðsmála ríkisins. Kjara- og mannauðssýsla ríkisins (KMR) leiðir samninganefnd ríkisins við gerð kjarasamninga. Netfang: kmr@fjr.is

 

Samband íslenskra sveitarfélaga

Sveitarfélögin í heild eru stærsti vinnuveitandinn á landinu. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) leiðir kjarasamningagerð fyrir sveitarfélögin.

 

Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg semur sjálfstætt við samtök launafólks.

Vinnueftirlit ríkisins

Vinnueftirlitinu er ætlað að stuðla að öruggu og heilsusamlegu vinnuumhverfi í samræmi við félagslega framþróun og bestu þekkingu á hverjum tíma.

Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun fer m.a.  með yfirstjórn vinnumiðlunar í landinu, auk fjölmargra annarra vinnumarkaðstengdra verkefna.

Félagsdómur

Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk dómsins er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins.