Misjafnt er hvernig samningsaðilar nálgast mótun kröfugerðar fyrir kjarasamningaviðræður, en mikilvægt er að vera vel undirbúinn og með vel undirbúna og vel hugsaða kröfugerð þegar kemur að samningum.
Markmið
Hvert er markmiðið með gerð fyrirhugaðra kjarasamninga?
Samningstími
Til hve langs tíma er vilji til að gera samninginn?
Launaliður
Hvaða launabreytingar er farið fram á – og miðað við hvaða dagsetningar? Hvað með lágmarkslaun? Eiga allir að hækka jafnt?
Taxtar
Þarf að gera breytingar á ríkjandi taxtakerfi? Einfalda, fjölga þrepum …?
Ákveðnir hópar
Þarf að taka tillit til ákveðinna hópa, t.d. ungmenna, starfsfólks undir tvítugu, eldra starfsfólks, þá yfir sjötugu eða starfsfólk innan ákveðinnar greinar?
Lífeyrisréttindi
Eru kröfur sem tengjast lífeyrisréttindum?
Veikindaréttur
Eru kröfur sem tengjast veikindarétti? Hvað með veikindi barna, maka, foreldra? Kostnað við vottorð eða læknisheimsóknir?
Starfsmenntamál
Eru kröfur í tengslum við námsleyfi, viðurkenningu á námskeiðum, námskeiðsgreiðslur?
Önnur hagsmunamál
Er gerð krafa um ákveðin hagsmunamál, eins og styttri vinnuviku, styttri viðveru, húsnæðismál o.s.frv.?
Dæmi um kröfugerðir