Forsenda
árangursríkra viðræðna
Mikilvægt er að fyrir liggi kostnaðarmat á kröfugerðum áður en sest er við samningaborðið. Við matið er heildarkostnaður fyrir efnahagslífið áætlaður, einstakar greinar þess og ávinningur mismunandi hópa – miðað við að gerðar kröfur nái fram að ganga. Greina þarf þætti eins og áhrif á verðbólgu, vexti, kaupmátt og húsnæðiskostnað.