Efni og þjálfun við hæfi
Fræðsluviðburðum ríkissáttasemjara er ætlað að styðja við starf samninganefnda og annarra sem koma að kjarasamningagerð með efni og þjálfun við hæfi. Þannig leggja grunninn að skilvirkari kjarasamningagerð, hraðari úrvinnslu og meiri sátt á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Lögð er áhersla á að fræðsla í hvers konar mynd sé markviss og að notendur hafi traust á gæðum og áreiðanleika hennar.
Fræðsluviðburðir eru haldnir í húsnæði embættisins nema að tilkynnt sé um annað. Mögulegt er að sitja fræðslu rafrænt og nálgast efnið í framhaldinu á vef embættisins. Miðlunin er höndum sérfræðinga á íslenskum vinnumarkaði, í háskólasamfélaginu og innan kjarasamningaumhverfisins.