Félagsdómur
Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Samkvæmt lögunum er hlutverk dómsins að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins, nánar tiltekið í eftirfarandi málum: Þá er heimilt að leita úrskurðar Félagsdóms um hvort starfsemi geti talist vera iðnaður og til hvaða iðngreinar hún taki. Samkvæmt lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna og um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins dæmir Félagsdómur í ákveðnum tegundum mála þessara starfsmanna. Í Félagsdómi eiga sæti fimm menn sem skipaðir eru til þriggja ára.